• Guðfinna Kristinsdóttir

Kaffihús opnað á næturnar fyrir flækingshunda

Updated: Jul 4

Það er lítið kaffihús á Grikklandi sem opnar dyrnar sínar á kvöldin eftir að allir kúnnarnir eru farnir.

Næturkúnnarnir eru flækingshundar bæjarins sem fá að komast inn í hitann frá næturkuldanum.

Heilbrigðisfulltrúar í bænum banna alla hunda á kaffistaði, meira að segja hjálparhunda fyrir blinda. Sem betur fer virðist heilbrigðiseftirlitið ætla að líta framhjá þessu. Bæði eru flækingshundar þekkt vandamál á Grikklandi og svo var bæjarstjóri Aþenu kærður fyrir illa meðferð á flækingshundum fyrir 10 árum. Kæra um dýraníð er litin mjög alvarlegum augum í Grikklandi. Kaffihúsið heitir “Hot Spot” og er staðsett í Mytilene, á eyjunni Lesvos.

Margir héldu að um auglýsingabrellu væri að ræða, og jafnvel mismunandi sögur farið um hvaða veitingarstaður þetta væri. En sem betur fer virðist sagan vera á rökum reist og flækingshundar í Mytilene fá að komast í hlýjuna á nóttunni.

Fréttin er þýdd frá: http://www.zoosos.gr/mutilini-anoigoun-tin-kafeteria-gia-na-zestanoun-t-adespota-bradu/#axzz3urhQFups#axzz3urhQFups 20.12.2015

0 views